Mikilvægustu atriðin:
- Hafið alltaf Brand sem skilyrði í ALL flokknum.
- Ekki hreyfa við triggerum sem aðrir eiga
Hvað er trigger
Trigger er í raun regluvél sem framkvæmir aðgerð sem við tilgreinum þegar skilyrði sem við ávörðum eru uppfyllt. Í hvert skipti sem miði er búinn til eða uppfærður, þá er hann mátaður við alla triggera í kerfinu, í þeirri röð sem þeir eru inni í kerfinum.
Kerfið fer í gegnum alla triggera frá efsta og niður, og ef trigger virkjast (þ.e. skilyrðin hans eru uppfyllt), þá framkvæmir hann aðgerðirnar sínar og heldur svo áfram í næsta trigger. Þegar búið er að fara í gegnum listann, þá er byrjað aftur efst í listanum, þangað til enginn trigger keyrir.
Skilyrði
Skilyrði (e. conditions) eru það sem triggerinn notar til að ákvarða hvort hann eigi að virkjast eða ekki. Það eru til tvenns konar skilyrði:
All skilyrði (ALL conditions): Allar þessar reglur þurfa að vera uppfylltar svo triggerinn virkjist.
Any skilyrði (ANY conditions): Að minnsta kosti eitt af þessum skilyrðum þarf að vera uppfyllt.
Dæmi um skilyrði:
Miðinn var búinn til (Ticket is Created)
Miðill (Channel) = E-mail
Brand = Ísland.is
Mikilvægt: Hafið alltaf Brand sem skilyrði í ALL hlutanum.
Aðgerðir
Ef skilyrðin eru uppfyllt, þá framkvæmir triggerinn þær aðgerðir sem þú tilgreinir. Aðgerðir geta verið:
Breyta reit á miða (t.d. setja „Group“ eða „Priority“)
Senda tölvupóst til viðskiptavinar eða notanda
Bæta við innri athugasemd
Senda tilkynningu til ytri kerfa (með webhook)
Dæmi um aðgerðir:
Setja Group = Ísland.is
Setja Priority = Normal
Senda tilkynningu á netfang
Ræsa webhook
Röðun triggera: Stilla – Úthluta – Tilkynna
Til að tryggja skilvirkni og fyrirsjáanleika í flæði triggera, er mælt með að halda röðun triggera í ákveðnu skipulagi SÚT (e. set-assign-notify). Þetta hjálpar til við að forðast óvæntar breytingar og tryggja að allar aðgerðir virki rétt.
Þetta á við um röðun triggera innan flokka stofnana.
Mælt er með eftirfarandi röð:
Stillingar triggerar
Triggerar sem stilla eiginleika miða eins og „priority“, „type“, „tags“ eða annað sem þarf til að aðrir triggerar virki rétt.Dæmi: Set priority = Normal, add tag = “auto-assigned”
Úthlutunar triggerar
Triggerar sem úthluta miðanum í ákveðna grúppu eða notanda, byggt á upplýsingum sem set-triggerar bættu við.Dæmi: Ef tag = auto-assigned → Set group = Ísland.is
Tilkynningar triggerar
Triggerar sem senda tölvupóst, tilkynningar eða webhook út – eftir að miði hefur verið stilltur og úthlutaður.Dæmi: Ef group = Ísland.is → Send email to group
Af hverju þessi röð skiptir máli?
Ef þú reynir að senda tilkynningu áður en miði hefur verið úthlutaður, getur tilkynningin farið á rangan stað – eða alls ekki.
Með því að tryggja að öll gildi séu rétt stillt áður en þú framkvæmir úthlutun eða tilkynningu, tryggir þú rétta hegðun triggera.
Það gerir líka viðhald einfaldara – þú veist alltaf hvar í röðinni aðgerð er framkvæmd.
Bestu verklagsreglur
Gefðu triggerum lýsandi nöfn: T.d. „[IS] Nýr miði frá island@island.is“ svo að auðvelt sé að þekkja tilgang þeirra.
Notaðu skýr nöfn og skipulag
Ef þú heldur þig við Stilla – Úthluta – Tilkynna (set-assignönotify) skipulagið, þá er auðvelt að vita hvað hver trigger gerir og í hvaða röð hann á að keyra.Notaðu lýsingu (description): Skrifaðu hvaða tilgangi triggerinn þjónar og fyrir hvern. Annað starfsfólk þarf að geta skoðað triggerinn, skilið hann og hvort hann virkar rétt.
Einn tilgangur per trigger
Reyndu að hafa hvern trigger með einn skýran tilgang. Trigger sem framkvæmir marga óskyldar aðgerðir getur orðið erfitt að viðhalda, prófa og skilja auk þess sem það eykur villuhættu.Mega vera nokkrar aðgerðir:
Ef tveir triggerar hafa nákvæmlega sömu skilyrði og gera skyldar aðgerðir, getur verið skynsamlegt að sameina þá í einn.
Dæmi:
Slæmt: Trigger sem setur priority, úthlutar í grúppu og sendir tölvupóst, allt í einu.
Betra: Þrír triggerar:
„Set priority = normal“
„Assign to group Ísland.is“
„Notify group via email“
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.