Allir sem lesa þetta hafa að líkindum upplifað illa heppnaðar innleiðingar á tölvukerfum. Markmið Stafræns Íslands er að minnka líkur á að innleiðingar tengdar Zendesk falli í þann flokk.
Meðal ástæðna fyrir illa heppnuðum innleiðingum eru:
- Ónóg þjálfun og eftirfylgni
- Tími við innleiðingu var meiri en búist var við
- Vinna fór ágætlega af stað en kerfið er ekki að fullu sett upp
Vegna þessa eru innleiðingarnar settar upp sem afmörkuð verkefni með skýrum markmiðum. Tíminn sem er bókaður á að tryggja að fyrirfram sé gert ráð fyrir nægum tíma til að ná settum markmiðum ásamt stuðningi við starfsfólk til að verða sjálfbjarga við rekstur kerfisins. Þrátt fyrir þetta er aldrei hægt að tryggja til fullnustu að tíminn dugi. Það kemur alltaf eitthvað óvænt upp á.
Þjónustukerfið er ætlað til að auðvelda starfsfólki vinnu sína, gera upplýsingar aðgengilegri og hraða afgreiðslu mála. Tími sem starfsfólk fær að verja í að læra á kerfið og þróa það er vel varið.
Vegna þess að innleiða þarf kerfið hjá mörgum stofnunum er mikilvægt að skipuleggja vinnuna vandlega og reyna eftir megni að halda takti við innleiðingar. Almenna reglan verður sú að þær stofnanir sem eru tilbúnar til að verja tilsettum tíma í innleiðinguna fá forgang á meðan aðrar bíða.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.