Stafrænt Ísland heldur styður við og stýrir grunninnleiðingu á spjallmenninu Aski með stofnunum. Ferlið tekur um 6-8 vikur og miðar við að setja upp spjallmenni með nægilegri virkni til að setja í loftið. Nær öll vinna við innleiðingu spjallmennis er í höndum stofnunar, en verkstjórn og handleiðsla er í höndum Stafræns Íslands.
Fyrsta skrefið er umsókn
Ferlið byrjar á því að sótt er um aðgang að Aski. Í svarpósti við því erindi er óskað eftir frekari upplýsingum, sem þarf að útvega áður en innleiðingarferlið getur hafist.
Innleiðingarferlið
Innleiðingarferlið er leitt af Stafrænu Íslandi og er afmarkað verkefni.
Í flestum tilfellum tekur innleiðingin 4-6 vikur. Mikilvægt er að stofnanir séu tilbúnar við upphaf verkefnisins og innleiðingarteymið hafi tíma til að sinna því. Allar tafir einstakra verkefna geta riðlað áætlunum fyrir aðrar stofnanir.
| Skref | Lýsing | Áætlaður tími |
| Fyrir innleiðingu | Umsókn og upplýsingaöflun | Bið er 2-4 mánuðir |
| Upphafsfundur | ||
| Kennsla | ||
| Byggja og prófa | Teymið byrjar að stilla kerfinu upp með stuðningi frá Stafrænu Íslandi. Í þessu ferli lærir teymið smám saman betur á kerfið og prófar það. Stuðningsfundur u.þ.b. annan hvern dag og gert ráð fyrir a.m.k. 1 klst á dag í vinnu hjá teyminu utan þess. Gert er ráð fyrir að setja upp 10-15 erindi í kerfinu áður en það er ræst. | 2-6 vikur |
| Kynning | Askur er kynntur fyrir öllu starfsfólki áður en kerfið er ræst | |
| Ræsa Ask | Þegar búið er að prófa kerfið nægilega og gefa grænt ljós er kerfið ræst | |
| Eftirfylgni | Sérstök eftirfylgni er með kerfinu fyrstu dagana með stuðningi Stafræns Íslands. Lagfæringar eru gerðar og kerfið stillt af eftir þörfum. | 1-2 vikur |
| Lok | Lokafundur er haldinn 1-2 vikum eftir að Askur er ræstur | |
| Rekstur og umbætur | Það er síverk að reka spjallmenni og gera þarf ráð fyrir tíma í hverri viku til að fara yfir tölfræði og greina hvar úrbóta er þörf, útbúa nýtt efni og aðlaga. | Viðvarandi |
Hvað þurfum við að gera?
- Stofnanir þurfa fyrst og fremst að útvega starfsfólk og gefa því tíma:
- Verkefnastjóri með umboð til að leiða verkefnið
- Innleiðingarteymi: 4-8 starfsmenn úr þjónustuveri eða öðrum einingum sem þekkja fyrirspurnir viðskiptavina og helstu ferla.
- Teymið þarf að gera ráð fyrir 1 klst á dag í vinnu við spjallmennið.
- Stafrænt Ísland mun bóka fundi með starfsfólki auk vinnutíma sem starfsfólk ráðstafar til verkefnisins.
Hvað felst í að byggja kerfið?
Fyrsta skrefið er að afla upplýsinga sem gervigreindin notar til að svara viðskiptavinum. Þetta efni er oftast aðgengilegt á vef stofnunar. Þetta efni þarf að gera aðgengilegt fyrir gervigreindina og gæta þess að það sé skipulega uppsett. Oft þarf að gera aðlaganir á efni, orðalagi greina eða bæta við greinum.
Þegar efnið liggur fyrir getur gervigreindin svarað einföldum spurningum um það án frekari þjálfunar. Aftur á móti þarf að búa til ferli til að leiða viðskiptavini í gegnum flóknari erindi. Þetta getur falist í að búa til samtalstré til að kafa ofan í einstaka málaflokka eða stýra samtalinu.
Jafnóðum og kerfið er byggt upp er það prófað og aðlaganir gerðar á stillingum og efni eftir þörfum.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.