Zendesk tekur á móti tölvupósti frá tilgreindum netföngum og sendir svör frá sömu netföngum. Til þess þurfa kerfisstjórar tölvupósts að gera ráðstafanir. Athugið að gefa tæknifólki góðan fyrirvara.
Ferlið
- Undirbúningur
- Skrá netföng í Zendesk (kerfisadmin gerir það fyrir allar stofnanir)
- Láta kerfisstjóra stofnunar vita í upphafi svo þeir geti farið í gegnum viðeigandi undirbúning og ferli
- Þegar ræsa á Zendesk
- Kerfisstjóri stofnunar stillir framsendingu tölvupósts (Forward)
- Kerfisstjóri stofnunar gefur Zendesk heimild til að senda póst fyrir hennar hönd (SPF)
Það tekur að jafnaði örfáar mínútur fyrir framsendinguna að virkjast eftir að stillingin er framkvæmd.
Hér má finna ítarlegar upplýsingar um efnið.
Tillaga að tölvupósti til upplýsingatækni
Góðan daginn,
Við erum að innleiða Zendesk sem þjónustukerfi til að bæta umsýslu fyrirspurna. Kerfið mun taka við hlutverki Outlook fyrir þjónustunetföng. Vegna þessa þurfum við að láta framsenda eftirfarandi netföng og leyfa Zendesk að senda pósta frá þeim.
Netföngin sem um ræðir:
stofnun@stofnun.isÞað sem við þurfum:
- Tölvupóstframsending - Allur póstur sem kemur inn á ofangreind netföng verði sendur áfram í Zendesk kerfið okkar.
- SPF stillingu - Skrá SPF færslu svo að Zendesk megi senda tölvupóst frá ofangreindum netföngum.
Zendesk netfang til að senda á:Hvenær: TILGREINIÐ HVENÆR ÞETTA Á AÐ GERAST.
Hvað gerist:
- Viðskiptavinir halda áfram að senda á sama netfangið og áður
- Tölvupóstur er sendur sjálfkrafa áfram í Zendesk
- Við svörum úr Zendesk og viðskiptavinir sjá svör frá okkar opinbera netföngum
- Starfsfólk svarar póstum fyrir þessi netföng í Zendesk í stað Outlook
Leiðbeiningar frá Zendesk: https://support.zendesk.com/hc/en-us/articles/4408886828698
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.